Fjölmiðlasápan hefur misst karakter

Ljóst er að ein aðal æð fjölmiðla er hin stöðuga sápa sem freyðir út úr fréttavefjum þeirra. Sápa í þessu tilfelli er saga af daglegu lífi hinna ýmsu karaktera og í tilfelli fjölmiðla þá eru kvikmyndastjörnur, íþróttafólk og tónlistarfólk í aðalhlutverki. Michael Jackson hefur verið stærsta söguhetjan í um 40 ár og því hlýtur það að vera mikill missir þegar karakter eins og hann var, fer. Við sem njótum þessarar sápu trúum því hinsvegar að þessir karakterar séu raunverulegir og að það sé nákvæmlega þessi persóna sem er farinn. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að karakterinn Michael Jackson er mótaður og skáldaður. Saga hans er tilbúningur eða í mesta lagi ýktur og afbakaður hálf-sannleikur. Okkar partur getur því aldrei verið annar en að meta manninn útfrá tónlistinni því upplýsingarnar um allt hitt eru jafn ábyggilegar og  að Sue Ellen sé raunverulegri manneskja en Linda Gray.

Með virðingu og þökk er okkur því skylt að kveðja þennan tónlistarmann og vona að hann hafi verið jafn mikil manneskja og að tónlist hans bar vitni um. 


mbl.is Michael Jackson í efsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband