Færsluflokkur: Bloggar

Í heimi Haralds

það var cirka rétt um daginn sem ég flutti tímabundið til Noregs, fyrst og fremst til að sinna útkalli kvikmyndagerðarmanna í Noregi og einnig til að auka gjaldeyri. Ég hef búið áður hér í Osló og því kann ég ágætlega á kerfið sem gerir flutninginn töluvert auðveldarir. Þeir sem þekkja Norðmenn kalla þá sannkallaða regluþjóð og að þjóðfélagið virki ekki nema 2 reglur séu til um hverja aðgerð. Ég tel hinsvegar að það sé prinsipp þankinn sem heldur þessari þjóð á toppnum. Það er til einhver ákveðin óskrifuð prinsip stefna um það hvernig það er að vera Norðmaður og hvernig maður á að haga sér sem Norðmaður. Allir fylgja þeirri reglu og samfélagið virkar. Hinn dæmigerði Norðmaður er nægjusamur og kurteis, hann býr yfir ákveðnum náungakærleika sem erfitt er að henda reiður á og hann virðir annað fólk... en bara ef það hagar sér eins og dæmigeður norðmaður.

Vandræðagangur kvenna í þessum heimshluta

Það er nú ekki algengt en á það til að gerast á rúmlega 2000 ára fresti þarna megin í heiminum að konur verði barnshafandi á afar vandræðalegan og óheppilegan hátt.  Ég man eftir mey nokkurri að nafni María sem lenti í svipuðu veseni nema að í hennar tilfelli þá varð ekki getnaður í sundlaug heldur virðist sem andvari hafi orsakað óléttuna. Í vandræðalegri útskýringu fyrir ástmanni sínum Jósepi hafði María það á tilfinningunni að þetta hefði ekki verið neinn venjulegur andvari heldur heilagur and-vari sem leiddi að frjóvgjun eggs hennar. Jósep sættist á þá útskýringu og þau eignuðust barnið við afar frumstæðar aðstæður þar sem sjálf ljósmóðirin var sauður. Forráðamenn hinnar sundlaugarsæddu stúlku verða því  að hafa það í huga að svona slys geta auðveldlega komið manni í sögubækurnar og ef barnið verður drengur ætti það auðvitað að fá nafnið Kristinn en ef það verður stúlka þá er Lauga nafn sem ætti vel við.
mbl.is Getnaður í sundlauginni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

D.I.P (dance in peace)

Það eina sem kallinn vildi var virðing og réttlæti.

Fjölmiðlasápan hefur misst karakter

Ljóst er að ein aðal æð fjölmiðla er hin stöðuga sápa sem freyðir út úr fréttavefjum þeirra. Sápa í þessu tilfelli er saga af daglegu lífi hinna ýmsu karaktera og í tilfelli fjölmiðla þá eru kvikmyndastjörnur, íþróttafólk og tónlistarfólk í aðalhlutverki. Michael Jackson hefur verið stærsta söguhetjan í um 40 ár og því hlýtur það að vera mikill missir þegar karakter eins og hann var, fer. Við sem njótum þessarar sápu trúum því hinsvegar að þessir karakterar séu raunverulegir og að það sé nákvæmlega þessi persóna sem er farinn. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að karakterinn Michael Jackson er mótaður og skáldaður. Saga hans er tilbúningur eða í mesta lagi ýktur og afbakaður hálf-sannleikur. Okkar partur getur því aldrei verið annar en að meta manninn útfrá tónlistinni því upplýsingarnar um allt hitt eru jafn ábyggilegar og  að Sue Ellen sé raunverulegri manneskja en Linda Gray.

Með virðingu og þökk er okkur því skylt að kveðja þennan tónlistarmann og vona að hann hafi verið jafn mikil manneskja og að tónlist hans bar vitni um. 


mbl.is Michael Jackson í efsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ást og gleði

er ást í tunglinu?

 


Basl

Kreppan er ekki kominn þó svo að úrræðaleysi og svarleysi og klúður og klemmuaukning einkenni stjórnvöld landsins en Baslið er hinsvegar komið.  Ég myndi því vilja að fólk talaði um basl þangað til að kreppan skellur á. Svo þegar að kreppan er skollin á þá mæli ég eindregið með því að skyr verði aftur selt í plastfilmum  óhrært og hressandi.  takk í bili. bless

Nýkjörinn?

Sá skemmtilega frétt um nýja borgarstjórann, þar stendur að hann sé nýkjörinn, hey, rétti upp hönd sem kaus hann.
mbl.is Borgarstjóri ætlar ekki á höfuðborgarráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullorðnir

Þetta er ágætt, í gegnum tíðina hefur maður lært að það er algjörleg ástæðulaust að taka íslenskt réttar og dómkerfi alvarlega vegna þyngd dóma vs. tegund brota. Nú hefur einnig verið staðfest að óþarfi sé að taka íslenska stjórnmálamenn og íslensk stjórnmál alvarleg. Dætur mínar eiga það til að skiptast á að stjórna þegar þær eru að leika sér, annars skapast töluvert rifrildi. Mér sýnist borgarflokkarnir vera að gera það sama. Eini munurinn er að dætur mínar eru 5 og 7 ára.

Fæðisval

Æi ég veit ekkert hvað ég á að fá mér að borða í fyrramálið?

Kannski verð ég bara virkilega væld og fæ mér morgunmat.

jú ég geri það bara. 


Hamingja

Heilu landsliðmennirnir hafa verið að velta fyrir sér hvað hamingja sé í raun og veru, hvort það sé gífurlegur munur á innri og ytri hamingju. Einn landsliðsmaður kom t.d. til mín um daginn og spurði hvort ég væri hamingjusamur, ég sagði honum að á ytra borði virtist ég vera það en innst inni væri ég jafn hamingjusamur og svuntulaus Dóra, (afsakið frönskuna mína).  Hann sagðist hafa verið að koma úr ljósum og væri svona ytra sér virkilega hamingjusamur en það sama væri ekki að segja um innri hamingjuna því hann hefði borðað spælt egg, það hafði einhver spælt það á þann háttin að það var þess fullvisst um að það væri ristað brauð. Já, þetta var eitt spældasta egg sem hann hafði borðað.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband