Færsluflokkur: Bloggar
Loggbók, dagur 42.
ég man þegar Subway kom fyrst, það var stórkostlegt kerfi á ferðinni. Einn tók brauðið og skar, setti kjöt og ost og hitaði, einn tók við því og skellti öllu grænmeti ásamt sósu og salt og pipar á meðan sá fyrri afgreiddi næsta, sá þriðji tók við og rukkaði mann. Að fá afgreiddan Subway tók þannig 5 mínútur max. Síðan datt inn hið stórkostlega græðum meira en við höndlum kerfi inn í allar íslenskar verslanir, veitingahús, bari og skyndibitastaði og málið er bara nákvæmlega þannig í dag að það er alltaf 14 mínútna röð á subway og yfirleitt er bara einn að afgreiða því nr. 2 er að laga til á skrifstofunni bakvið, senda kærastanum sms eða í 12. pásu dagsins. þessi þriðji er held ég útdauður. Þetta verður til þess að hið stórkostlega flæðilínukerfi subway verður að skjaldbökufaraldri. það tekur mig 23 mínútur að fá einn subway í dag.
Bloggar | 3.12.2007 | 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fyrir jólin í desember, mæli ég eindregið með jóladagatali norræna hússins, www.nordice.is, Jóladagatali og jólabók jólanna á, www.jonolafur.is og svo eiga allir að fara í Smáralind og sjá mjög svo vel heppnað jólaleikrit sem er sýnt þar allar helgar fram að jólum, hér er dagsskráin, http://www.smaralind.is/frettir.aspx?id=19
jólakveðja
Cpt.k
Bloggar | 2.12.2007 | 12:01 (breytt kl. 12:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 1.12.2007 | 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 29.11.2007 | 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýr verslunarkjarni mun rísa við hliðina á verslunarkjarnanum Smáralind, þessi nýji verslunarkjarni mun ná að verslunarkjarna nýja Ikea og verður kallaður Garðabær. talsmaður nýja kjarnans segist bjartsýnn á að þetta muni ganga upp því á höfuðborgarsvæðinu búi um 180 þúsund manns sem er eins og hálf Björgvin í Noregslandi sem í raun heitir Norðvegur en ekki Noregur.
"Reykvíkingar kunna sko alveg að nota peningana sína" segir þessi talsmaður nýrrar framtíðar. Við höfum reiknað út að ef hvert mannsbarn kaupir fyrir 5000 kall á mann á hverjum degi þá sé algjör óþarfi að hafa nokkurt einasta græna svæði á höfuðborgarsvæðinu og því réttast að hlaða niður verslunarkjörnum á stærð við Dalvík á sem flesta staði.
Dagur B. Egg segir að þetta sé mikil hagkvæmni fyrir borgar og bæjarstjóra höfuðborgarsvæðisins því þarna sé hægt að spara mikinn pening í garðslætti auk þess sem að nýji kjarninn hafi fengið hið sígræna nafn Garðabær. Aðspurður að því að Béið tákni í nafninu hans segir hann að slíkt sé auðséð. Auðvitað tákni það framsóknarflokkinn.
Bloggar | 27.11.2007 | 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Britney vill stærri brjóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.11.2007 | 11:25 (breytt kl. 11:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég á frænku sem ég sef hjá, ég sef samt ekki hjá henni þó ég sofi hjá henni. Enda væri það siðlaust með öllu ef svo væri.
Nei ég legg mig í raun bara hjá henni, þó hún leggist í annað ból og ég bara á dýnu. Stundum förum við í fjöruferð og stundum stundum við sund.
Frænkur eru til margs nytsamlegar, þær eru nálægt manni í þankagangi, sinna manns sinni. Ég ætla alltaf að eiga svona frænkur því þær eru dásamlegar. áfram frænkur allra landa, sameinist.
Bloggar | 27.11.2007 | 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 27.11.2007 | 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 27.11.2007 | 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Imagine that???
Yoko kemur og fer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.3.2007 | 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar