Færsluflokkur: Bloggar

neðanjarðar

Loggbók, dagur 42.

ég man þegar Subway kom fyrst, það var stórkostlegt kerfi á ferðinni. Einn tók brauðið og skar, setti kjöt og ost og hitaði, einn tók við því og skellti öllu grænmeti ásamt sósu og salt og pipar á meðan sá fyrri afgreiddi næsta, sá þriðji tók við og rukkaði mann. Að fá afgreiddan Subway tók þannig 5 mínútur max.  Síðan datt inn hið stórkostlega græðum meira en við höndlum kerfi inn í allar íslenskar verslanir, veitingahús, bari og skyndibitastaði og málið er bara nákvæmlega þannig í dag að það er alltaf 14 mínútna röð á subway og yfirleitt er bara einn að afgreiða því nr. 2 er að laga til á skrifstofunni bakvið, senda kærastanum sms eða í 12. pásu dagsins. þessi þriðji er held ég útdauður.  Þetta verður til þess að hið stórkostlega flæðilínukerfi subway verður að skjaldbökufaraldri. það tekur mig 23 mínútur að fá einn subway í dag. 


Meðmæli

fyrir jólin í desember, mæli ég eindregið með jóladagatali norræna hússins, www.nordice.is, Jóladagatali og jólabók jólanna á, www.jonolafur.is og svo eiga allir að fara í Smáralind og sjá mjög svo vel heppnað jólaleikrit sem er sýnt þar allar helgar fram að jólum, hér er dagsskráin, http://www.smaralind.is/frettir.aspx?id=19

 

jólakveðja

Cpt.k 


Fjölbreytni

Ég hef sett heimsmet í fjölbreytni, Guinnes hringdi áðan og bauð mér spot í næstu bók.  Er búinn að vera að lesa hljóðbók ásamt því að klippa, undirbúa tökur, sækja um styrk og standa á höndum. Það er fínt að dagarnir eru fjölbreyttir. Á morgun mun ég fara á tónleika hjá dætrum mínum, endurskrifa eitt handrit, senda DVD norður, endurraða heimasíðu, flytja og klippa.

Dagur

Þessi Dagur var hrikalega skrítinn, hann byrjaði í morgun og einhvern veginn hélt hann bara áfram langt fram á kvöld. Það er ekkert í sjónvarpinu nema myndlampinn og peran er sprungin á baðinu. Líf mitt hefur tekið breytingum, ég er ekki lengur sá sem ég var, ég er sá sem ég er.  Það er rigning og rok úti sem er mjög gott, því þá sólbrennur maður ekki.

Verslunarkjarni

Nýr verslunarkjarni mun rísa við hliðina á verslunarkjarnanum Smáralind, þessi nýji verslunarkjarni mun ná að verslunarkjarna nýja Ikea og verður kallaður Garðabær. talsmaður nýja kjarnans segist bjartsýnn á að þetta muni ganga upp því á höfuðborgarsvæðinu búi um 180 þúsund manns sem er eins og hálf Björgvin í Noregslandi sem í raun heitir Norðvegur en ekki Noregur.

"Reykvíkingar kunna sko alveg að nota peningana sína" segir þessi talsmaður nýrrar framtíðar. Við höfum reiknað út að ef hvert mannsbarn kaupir fyrir 5000 kall á mann á hverjum degi þá sé algjör óþarfi að hafa nokkurt einasta græna svæði á höfuðborgarsvæðinu og því réttast að hlaða niður verslunarkjörnum á stærð við Dalvík á sem flesta staði.

Dagur B. Egg segir að þetta sé mikil hagkvæmni fyrir borgar og bæjarstjóra höfuðborgarsvæðisins því þarna sé hægt að spara mikinn pening í garðslætti auk þess sem að nýji kjarninn hafi fengið hið sígræna nafn Garðabær. Aðspurður að því að Béið tákni í nafninu hans segir hann að slíkt sé auðséð. Auðvitað tákni það framsóknarflokkinn. 


Britney

Britney Spears hefur ákveðið að láta mála á sér nýrað.  Samkvæmt nátengdum vini Briðneyjar þá er stúlkan vergjarna alls kostar óánægð með lit allra líffæra sinna. Eftir að hafa fætt tvö börn varð Móðir Speresa eins og hún er gjarnan kölluð, háð sónar tækjum og skoðar sig nú að innan dag sem dimma nótt. "Ég er að innan eins og jólatré" á Briðney að hafa sagt við þessa nátengdu vinkonu sína sem hún fór eitt sinn að djamma með á hinum vinsæla klúbbi El sosiala pornografia á Miami. Söngkonan þokkafulla sér einnig mikið eftir því að hafa grætt nærbuxur við þjóhnappa sína en nákominn vinur fjölskyldunnar segir í samtali við Jews of the world að afturendi kyn(ja)verunnar minni allverulega á hraðahindrun í smábænum Justin í Timberlake sýslu í Bandaríkjunum. Ekki er talið að þetta hafi mikil áhrif á frama söngkonunnar sem hefur nýverið endurheimt frægð sína með þvi að missa forræði barna sinna.  Nýjasta plata hennar, A Childless Fame er nú í öðru sæti yfir mest seldu plötur sem innihalda less í nafninu. Kate Moss er sögð hafa hringt í Briðney og óskað henni til hamingju og spurt í leiðinni hvort hún ætti E. Hnakkagyðjan á að hafa svarað um hæl að hún væri mikill aðdáandi og að hún elskaði Ryan Seacrest.
mbl.is Britney vill stærri brjóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frænkur

Ég á frænku sem ég sef hjá, ég sef samt ekki hjá henni þó ég sofi hjá henni. Enda væri það siðlaust með öllu ef svo væri.

Nei ég legg mig í raun bara hjá henni, þó hún leggist í annað ból og ég bara á dýnu. Stundum förum við í fjöruferð og stundum stundum við sund.

Frænkur eru til margs nytsamlegar, þær eru nálægt manni í þankagangi, sinna manns sinni.  Ég ætla alltaf að eiga svona frænkur því þær eru dásamlegar.  áfram frænkur allra landa, sameinist. 


Keflavík

Ég ákvað að keyra til Keflavíkur tvisvar í dag, ástæðan?  Jú hamingjan er ferðalagið en ekki áfangastaðurinn og því var það þannig að þegar ég var kominn á áfangastaðinn þá féll hamingjan. Því framlengdi ég hamingjunni og hélt ferðalaginu áfram en í sömu áttina fram og tilbaka. Ég ætla að kaupa mér ferðatösku og stærri bíl.

Smáralind

Ég skemmti mér konunglega í dag, ég fór í Smáralind og fékk mér tvöfaldan latte. Mér finnst alveg hræðilegt þegar lattarnir eru tvífaldir, því þá eru þeir orðnir ískaldir þegar ég finn þá loks í annað sinn.

ást

Væri ekki fallegt ef Yoko myndi flytja inn til Bobby Fischer og þau myndu byggja heilt friðartaflborð út í Viðey. Tilgangurinn með taflborðinu væri sá að hvítur og svartur myndu aldrei drepa hvorn annan. þeir myndu bara heilsast og hlusta saman á Lennon and the plastic Ono band. Og í staðinn fyrir riddarann á borðinu væri Keikó sístökkvandi.
Imagine that???
mbl.is Yoko kemur og fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband