Færsluflokkur: Bloggar

Kanína

Dverghamsturinn minn er dáinn, hann dó við að lesa bloggið mitt.

Rukkun

ég fékk póst frá frænku minni í dag sem ég hef ekki heyrt frá í 7 ár.  Hún er í raun ekki frænka mín en ég og mamma kölluðum hana alltaf frænku af því að það var kona í sömu götu og við sem var svo lík henni.

Allavega, þessi frænka mín, sem er í raun ekki frænka mín, ég og mamma kölluðum hana bara alltaf frænku afþví að hún bjó í sömu götu og kona sem var lík okkur. Hún var semsagt að rukka mig um 500 kall sem hún lánaði mér sumarið sem ég varð 19 ára og varð bensínlaus í vaðlaheiðinni síðla vetrar.

Þessi frænka, sem er í raun ekki frænka mín heldur mamma konu sem kallaði mig alltaf frænku í sömu götu og ég, er semsagt að rukka mig með vöxtum, ég þarf að borga henni 675 krónur fyrir sunnudaginn.

hvað á maður að gera í svona?

bara gefast upp eða? 


Hnerr

Það er eitthvað mjög kynæsandi við hnerr, sérstkalega þegar hávaxnar konur hnerra. Maður er kannski á vappinu og svo heyrir maður þetta svaka hnerr fyrir ofan sig og sér að þetta er svona déskoti myndarleg kona.

Egg

Gömul uppskrift af gamla blogginu mínu 

 

Soðin Egg


hráefni:
1 hæna
1 vaskur

undirbúningur:
Takið egg úr hænunni og setjið í pott, blandið saman vatni úr krananum og hrærið vel, náið upp suðu og snúið eggjum reglulega, ekki er gott að láta egg liggja á sömu hlið of lengi. Um leið og suða er komin upp skal hinkra örlítið þar til eggið er soðið.

Jólakrítík

Pressan lofar góðu, Köld slóð var ekki góð, Bræðrabylta var móðgun og Dexter önnur sería er vonbrigði.  Himnaríki og helvíti er ofmetin, Englar Dauðans vanmetin og Rimlar Hugans fín.  Hnífur Abrahams  er skemmtileg.

Nýja Killers er athyglisverð.

Þar með líkur þessari stuttu en yfirgripsmiklu gagnrýni. 


Lygi

Ég frétti að Hilmir Snær hefði þurft að ljúga í 2 vikur til að koma sér útlitslega í hlutverk sitt í Kaldri Slóð?

Trooper

Trooperinn minn er hættur að hita, það þýðir að þegar það er frost úti þá er frost inn í bílnum mínum. Það væri kannski allt í lagi ef ég myndi ekki eyða hálfum deginum í bílnum í frostinu með grýlukerti á nefinu.

 


Selt

íbúðin mín er komin á sölu og hef ég verið að debutera mikið um hvað sölumaðurinn eigi að fá í sölulaun og er mér lífsins ómögulegt að gera fasteignasölum grein fyrir því að það sé alveg nóg fyrir þá að fá greitt fyrir vinnu sína, pappírsútfyllingar og ekki krónu meir. Neibbs það gengur ekki upp, þeir vilja fá greitt prósentulega. Sölumönnum sem eru á prósentum ber fólki aldrei að treysta, það er bara ekki í mannlegu eðli að fá möguleika á að hækka laun sín á einfaldan hátt og vera heiðarlegur á sama tíma.  Það væri að vísu gaman að sjá metnað starfsfólks á Burger King ef að þau fengu prósentu af hverjum seldum borgara. 2.5% í sölulaun er rugl, það er bara þannig, ég er ekki að fara að borga neinum 580.000.- fyrir að selja eitthvað sem ég á. Nema að þessi sami aðili sýni mér fram á 160 unna tíma við að selja íbúðina. Þá á þessi aðila þetta kannski skilið. Samt ætti hann þetta náttúrulega ekki skilið, því aðilinn þyrfti að vera arfa slakur sölumaður ef hann þyrfti að eyða 160 tímum í að selja eina íbúð.  Mér hefur hinsvegar verið boðið þetta á 1.5 prósentu sölulaunum sem eru þó 345.000.- kr. Það er samt gomma fyrir að selja fokking íbúð. Ég veit að það fylgir þessu ábyrgð sem þeim tekst alltaf að fyrra af sér og ég veit að það fylgir þessu pappírs útfylling en það kostar þó aldrei meiri handahreyfingu en hjá meðal smið. Neibb, ef eitthvað kemur upp á þá lendi ég í því en ekki aðilinn sem ég borgaði tæpa hálfa milljón fyrir að sjá um þetta.  Hann gengur náttúrulega bara út í Dressmann, kaupir sér ódýr jakkaföt, rándýrt rauðvín og nýja eldhúsinnréttingu.

framhald

ég hafði nýlokað þér loggbók þegar hvalvætturinn át skipstjórann okkar. við stefnum nú stjórnlaust á vestmannaeyjar og ég sit bara hér niðrí káetu og skrifa færslu. Það er kannski rétt sem gárungarnir segja, það er ekkert á okkur pappírspésunum, okkur skúffuskáldunum, skrifblókunum, bleksprautunum að græða.  Penninn er kannski öflugri en sverðið, en get ég stýrt þessu fleyi til hafnar? ég veit það ekki? ég treysti mér ekki að reyna það. Ég ætla að skrifa mig á eyðieyju, með kúlu á hausnum eftir kókoshnetufall. Ég verð að vera einn þar, annars væri þetta bara eyja.

Loggdagur

Loggbók dagur 43, sólin er sveitt, veðrið á morgun verður eins og það var í dag, ef það breytist ekki. Við höfum ekki orðið varir við nein skip og hvalfreskjan lætur ekki sjá sig. það er líkt og hún sé að hæðast að mér. Þessi hvalur hefur étið nóg af mínum vinum í þessari viku, við líðum ekki fleiri hvalir. Ég finn ekki heldur naglaklippurnar mínar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband