Rukkun

ég fékk póst frá frænku minni í dag sem ég hef ekki heyrt frá í 7 ár.  Hún er í raun ekki frænka mín en ég og mamma kölluðum hana alltaf frænku af því að það var kona í sömu götu og við sem var svo lík henni.

Allavega, þessi frænka mín, sem er í raun ekki frænka mín, ég og mamma kölluðum hana bara alltaf frænku afþví að hún bjó í sömu götu og kona sem var lík okkur. Hún var semsagt að rukka mig um 500 kall sem hún lánaði mér sumarið sem ég varð 19 ára og varð bensínlaus í vaðlaheiðinni síðla vetrar.

Þessi frænka, sem er í raun ekki frænka mín heldur mamma konu sem kallaði mig alltaf frænku í sömu götu og ég, er semsagt að rukka mig með vöxtum, ég þarf að borga henni 675 krónur fyrir sunnudaginn.

hvað á maður að gera í svona?

bara gefast upp eða? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband