framhald

ég hafði nýlokað þér loggbók þegar hvalvætturinn át skipstjórann okkar. við stefnum nú stjórnlaust á vestmannaeyjar og ég sit bara hér niðrí káetu og skrifa færslu. Það er kannski rétt sem gárungarnir segja, það er ekkert á okkur pappírspésunum, okkur skúffuskáldunum, skrifblókunum, bleksprautunum að græða.  Penninn er kannski öflugri en sverðið, en get ég stýrt þessu fleyi til hafnar? ég veit það ekki? ég treysti mér ekki að reyna það. Ég ætla að skrifa mig á eyðieyju, með kúlu á hausnum eftir kókoshnetufall. Ég verð að vera einn þar, annars væri þetta bara eyja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband