Í heimi Haralds

það var cirka rétt um daginn sem ég flutti tímabundið til Noregs, fyrst og fremst til að sinna útkalli kvikmyndagerðarmanna í Noregi og einnig til að auka gjaldeyri. Ég hef búið áður hér í Osló og því kann ég ágætlega á kerfið sem gerir flutninginn töluvert auðveldarir. Þeir sem þekkja Norðmenn kalla þá sannkallaða regluþjóð og að þjóðfélagið virki ekki nema 2 reglur séu til um hverja aðgerð. Ég tel hinsvegar að það sé prinsipp þankinn sem heldur þessari þjóð á toppnum. Það er til einhver ákveðin óskrifuð prinsip stefna um það hvernig það er að vera Norðmaður og hvernig maður á að haga sér sem Norðmaður. Allir fylgja þeirri reglu og samfélagið virkar. Hinn dæmigerði Norðmaður er nægjusamur og kurteis, hann býr yfir ákveðnum náungakærleika sem erfitt er að henda reiður á og hann virðir annað fólk... en bara ef það hagar sér eins og dæmigeður norðmaður.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband