það var cirka rétt um daginn sem ég flutti tímabundið til Noregs, fyrst og fremst til að sinna útkalli kvikmyndagerðarmanna í Noregi og einnig til að auka gjaldeyri. Ég hef búið áður hér í Osló og því kann ég ágætlega á kerfið sem gerir flutninginn töluvert auðveldarir. Þeir sem þekkja Norðmenn kalla þá sannkallaða regluþjóð og að þjóðfélagið virki ekki nema 2 reglur séu til um hverja aðgerð. Ég tel hinsvegar að það sé prinsipp þankinn sem heldur þessari þjóð á toppnum. Það er til einhver ákveðin óskrifuð prinsip stefna um það hvernig það er að vera Norðmaður og hvernig maður á að haga sér sem Norðmaður. Allir fylgja þeirri reglu og samfélagið virkar. Hinn dæmigerði Norðmaður er nægjusamur og kurteis, hann býr yfir ákveðnum náungakærleika sem erfitt er að henda reiður á og hann virðir annað fólk... en bara ef það hagar sér eins og dæmigeður norðmaður.
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.